Curio App tengt við launareiknivél SGS

Tímaskráningarkerfið Curio App er nú tengt launareikni SGS, félagsmönnum Hlífar að kostnaðarlausu.


Félagsmenn Hlífar geta nú skráð sig fyrir ókeypis tímaskráningar „appi“ sem getur sent tímaskráningu skv. reiknireglum og kjarasamningum í launareiknivél SGS.
Með einum smelli sendir Curio App skráðar vinnustundir inn í reiknivél SGS og getur félagsmaður skoðað launaútreikning sinn í farsíma sínum í lok mánaðar og borið saman útborguð laun og launaútreikning reiknivélar.

Með því að svara nokkrum spurningum á skráningarsíðu stéttarfélags þá er hægt að hala niður tímaskrángarkerfinu Curio App sem getur haldið utan um viðveru félagsmanna og athuga hvort laun þeirra og aðrar greiðslur séu í samræmi við kjarasamninga. Appið er ætlað þeim sem vinna dagvinnu á tímalaunum en passar ekki fyrir þá sem eru á föstum mánaðarlaunum óháð tímaskráningarskyldu.

  • Félagsmenn Hlífar geta skráð sig á heimasíðu Hlífar fyrir ókeypis tímaskráningar appi
  • Skoðaðu allt um Curio Time tímaskráningakerfið hér: