Image

Fullkomið tíma- og viðverukerfi

Hefðbundið íslenskt tímaskráningakerfiAllar hugsanlegar reiknireglurYfirvinna 1 og 2 fyrir iðnaðinnNýtískulegt viðmótSöfnun á mínútum fyrir lengra sumarfríSöfnun veikindadaga +barna

Reiknireglur eru einfaldar og hannaðar samkvæmt kjarasamningum.
Tíma- og verkskráningarkerfi ( Stimpilklukka ) af bestu gerð!
Fáanlegt fyrir bæði IOS og Android snjalltæki.

Image
Curio-app-mynd.png

Curio App

Við kynnum snjallforritið Curio App sem er bæði hægt að tengja við Curio Time og Curio Office sýndarskrifstofuna eða bæði forritin í senn. Starfsmenn geta stimplað sig á milli verkefna án þess að stimpla sig út úr vinnu ofl. Einnig þarf ekki að slá inn aðgangsorð í hvert skipti sem þeir stimpla sig inn eða út frá vinnu. Curio App fæst bæði sem IOS og Android.
Kiosk-app.png

Curio Kiosk

Við kynnum snjallforritið Curio KIOSK sem er bæði hægt að tengja við Curio Time og Curio Office sýndarskrifstofuna eða bæði forritin í senn. Starfsmenn geta stimplað sig með aðgangsorði á milli verkefna án þess að stimpla sig út úr vinnu.
Curio Kiosk er með stillingu til að láta kerfið taka mynd af starfsmanni þegar hann kemur og fer frá vinnu. Curio Kiosk fæst bæði á IOS og Android snjalltæki.
OK.png

Staðfestingasíða

Þessi viðbót er skrifuð sérstaklega fyrir fyrirtæki með marga starfsmenn í vinnu og fyrir þá  sem vilja flýta fyrir lagfæringum á tímaskýrslum starfsmanna. Með þessari aðferð þá þarf ekki að fara yfir tímakort hvers og eins heldur raðast allir starfsmenn upp á eina bls. í senn og með samþykki þá vistast tíminn inn í skýrslu hvers og eins starfsmanns.
Samsung2.jpg

Veggspjaldtölvur

Ef þú ert með ákveðinn stað þar sem starfsmenn skrá sig inn til vinnu þá getur þú keypt 10.1" spjaldtölvur með uppsettri stimpilklukku. Skjárinn festist með veggfestingum sem eru með öryggislæsingu og talvan læst með lykli. Við seljum bæði Samsung og Ipad spjaldtölvur með Wifi og 4G sem tengimöguleika fyrir internetið.
unlimited2.jpg

Ótakmarkaðir notendur

Nú getur þú keypt eða leigt þitt eigið tímaskráningakerfi. Curio Time hefur þá sérstöðu að ef þú notast einungis við browser þá getur þú stofnað ótakmarkað magn af starfsmönnum og sloppið við að greiða mánaðargjald pr. notenda. Ef þú hins vegar kaupir Kiosk eða notast við app í farsíma þá kemur lágt gjald fyrir sync á milli kerfa.

accounts.jpg

Passar fyrir öll bókhaldskerfi

Kerfið getur sent tímaskýrslur sjálfvirkt í lok launatímabils á valið netfang.
Þú getur einnig sótt tímaskýrslur starfsmanna hvenær sem er. Kerfið býr til bæði pdf skýrslur og Csv skrár fyrir excel eða önnur kerfi. Hægt er að panta tenginu inn í hvaða bókhaldskerfi sem er með möguleika á innsetningu á csv. skrám.
( Ath. þessi möguleiki er ekki innifalin í verði. )

mobile1.jpg

GPS staðsetning

Starfsmenn skrá sig inn og út með sínum persónulega farsíma og skráir þá síminn staðsetningu starfsmanns á kort ásamt IP tölu símans inni í Curio Time. Hægt er að velja ákveðna starfsmenn eða deild fyrir GPS merkingu í tímakort.
sms.jpg

Veikindadagar, orlof o.fl.

Tímaskráningarkerfið heldur utan um veikindadaga +barna ásamt því að telja orlofsdaga skv. ráðningarsaming. Starfsmaður getur skoðað og sent sjálfum sér tímaskýrslur í síma sínum eða á Kiosk og þá með upplýsingum um orlof sitt.

orlof.jpg

Orlofssíða

Á orlofssíðu Curio Time er hægt að sjá staðfest orlof og orlofsbeiðnir allra starfsmanna.
Starfsmenn geta sent beiðni um orlof frá Curio App eða Curio Kiosk og geta þá deildarstjórar eða verkstjórar skipulagt fríið á einfaldan og þægilegan hátt inni í Curio Time.
ca.png

App fyrir starfsmenn

Við kynnum snjallforritið Curio App sem er bæði hægt að tengja við Curio Time og Curio Office fjarvinnuskrifstofuna eða bæði forritin í senn.
Image

VERKLÝSING

Notendur geta valið verkefni eða handskrifað verklýsingu við hverja innstimplun mörgum sinnum yfir daginn til að auðvelda utanumhald á skráð verkefni.
0
Meðalfjöldi
Meðafjöldi starfsmanna fyrirtækja er um 50 starfsmenn
reiknireglur.jpg

Reiknireglur

Ef þú ert með starfsmenn sem td. mæta á mismunandi tímum eða vinna skv. vaktplani þá getur þú búið til reiknireglu að eigin vali og sett á starfsmann. Hægt er að stofna ótakmarkað magn af reiknireglum. Allar reiknireglur eru hannaðar skv. kjarasamningum stéttarfélaga.

Collect.jpg

Samantekt

Ef starfsmenn þínir eru að vinna á mörgum stöðum yfir daginn þá getur þú dregið saman tíma fyrir ákveðið verk. td. allt fyrir verknúmer "1940" eða td. alla tíma sem hefur verið gerð á "Hringbraut 120" Þetta er gott þegar starfsmenn eru að vinna í mörgum verkefnum yfir mánuðinn og nauðsynlegt er að safna saman tímum starfsmanna fyrir reikningagerð.
fixing.jpg

Lagfæringar tímakorts

Auðvelt er að fara yfir tímakort og lagfæra tímaskráningu með sjálfvirkri vistun. Starfsmaður getur á auðveldan hátt breytt innstimplun og útstimplun í Curio App eða Kiosk ef eigandi kerfis gefur leyfi til þess. Ef staðfestingasíða er innsett hjá stærri fyrirtækjum þá tekur mjög lítinn tíma að fara yfir tímaskýrslur starfsmanna og leiðrétta.
kort.jpg

GPS kort

Hægt er að sjá Gps kort sem sýnir hvar starfsmenn voru staddir þegar þeir stimpluðu sig inn til vinnu. Hægt er að smella á GPS merkið á kortinu og birtist þá nafn starfsmanns og staðsetning hverju sinni.
personnel.jpg

Þitt eigið útlit á upphafsskjá

Auðvelt að stimpla sig inn og út með aðgangorði að eigin vali og sjást þá starfsmenn á forsíðu Curio Time ef þeir eru mættir. Þú getur sett merki fyrirtækis þíns og bakgrunn á aðalsíðu Curio Time, Curio App og Curio Kiosk og aðlagað útlitið að þínu fyrirtæki.
tolvur.jpg

Þjónusta og backup

Við tökum daglegt backup af þinni tímaskráningu.
Við hýsum sjálfir Curio Time í skýinu okkar.
Allar uppfærslur af grunnútgáfu Curio Time eru ókeypis.
Image

"Stutt umsögn um hönnun okkar"

Curio Time var smíðað út frá annarri nálgun en flest önnur sambærileg forrit. Flest forrit sem eru notuð í dag voru smíðuð með þá sem sáu um bókhaldið í huga en voru kannski ekkert sérstaklega notendavæn fyrir starfsmenn.

Sem dæmi þá geta starfsmenn sótt skýrslur sínar, breytt tímaskýrslum (ef þeir hafa leyfi til þess) og fengið tímaskýrslur sem pdf. í A4 stærð sent á netfang sitt. Í Curio Time hefur allt viðmót verið einfaldað og smíðað út frá þörfum þeirra sem eru ekki með bókhaldsnám að baki og svo getur bókarinn sótt gögnin og skýrslur fyrir sig og flutt yfir í kerfið sitt. Curio Time er einföld stimpilklukka með skemmtilegt og smart viðmót.
kiosk-work__1500x778.jpg
Image
Við kynnum snjallforritið Curio KIOSK sem er bæði hægt að tengja við Curio Time og Curio Office "fjarvinnnuskrifstofuna" eða bæði forritin í senn.
  • Starfsmenn geta sent inn beiðni um orlof frá KIOSK og sent inn í Curio Time og fengið staðfestingu sent inn í Curio Kiosk.
  • Appið er GPS tengt og fer staðsetning inn í Curio Time við innstimplun og útstimplun ef það er virkt í Curio Time.
  • Möguleiki á að virkja upp IP tölu þannig að talvan virki aðeins á ákveðnum stað.
  • Starfsmenn skrá aðgangsorð sitt þegar þeir stimpla sig inn eða út frá vinnu.
  • Starfsmenn geta stimplað sig með aðgangsorði á milli verkefna án þess að stimpla sig út úr vinnu.
  • Hægt að skrifa og senda skilaboð til launafulltrúa.
Starfsmenn hafa 2 leyfi sem eru sett á starfsmenn inni í Curio Time:

1. Leyfi til að skoða tímaskýrslu og breyta tímum sínum og vista inn í Curio Time ásamt því að geta látið senda sér tímaskýrslu á netfang sitt.

2. Leyfi til að skoða innstimplun sína en ekki leyfi til að breyta henni og senda pdf tímasskýrslu á netfang sitt:
Image

Eyddu allri óvissu!

Ef þú tekur mynd af starfsmanni þegar hann kemur til vinnu þá hefur starfsmaður sannað viðveru sína og óvissan sem margir eru að lenda í með inn og útstimplun er úr sögunni. Til að sanna viðveru fyrir viðskiptavinum og eyða út óvissu hvenær starfsmenn eru að mæta til eða frá vinnu, er gott að nota GPS tímaskráningakerfi sem sýnir hvar starfsmaður var staðsettur þegar hann kom eða fór frá vinnu.

Nútímaleg vinnubrögð

Með því að hætta að nota skrifaða tíma í bækur eða nota pappírs stimpilkort og nota tímaskráningakerfi þá getur þú sparað verulegann tíma og eytt út allri óvissu um viðveru starfsmanna. Rannsóknir sýna að þau fyrirtæki sem láta starfsmenn sína skrifa vinnutíma sinn í bækur glata a.m.k. að meðaltali um 10% af launakostnaði.
Sjá einnig vefsíðu okkar: www.curiotime.com