Sérfræðingar í Ui og Ux hönnun

Eitt af verkefnum okkar var að hanna viðmót fyrir stjórnborðið í fiskvinnsluvél Curio ehf.
Roðfléttivél Curio er eins sú fyrsta í heiminum sem er með snertiskjá og nýtískulegt viðmót.

Curio ehf. er 50% í eigu Marels og eru fiskvinnsluvélar þeirra seldar um allan heim.

Sjá www.curio.is


Skoðaðu viðmótið í Adobe XD

Nokkrar myndir af Curio flökunarvélinni.

Við skoðum verkefni okkar frá öllum hliðum til þess að geta hannað notendavæna vöru sem gefur betri árangur. Við tökum einnig tillit til markaðsmála viðskiptavina og látum allt smella saman í lokin.

Roðflettivél C-2031

Roðflettivélin C-2031 er hönnuð til vinnslu á bolfiski og laxi. Vélarnar samanstanda af tæplega 1000 vélarhlutum sem eru að stærstum hluta smíðaðir úr ryðfríu stáli en aðrir hlutar hennar eru úr tæringarþolnu plasti. Hönnuðir UX design sáu um að hanna glæsilegt viðmót í snertiskjá roðfléttivélarinnar.

Curio nafnið

Curio nafnið á forritum UX design kom til á árinu 2013 þegar við keyptum hugbúnaðinn Curio Web sem keyrði td. www.midi.is og www.lyfjabokin.is ásamt tugi annarra heimasíða. Curio nafnið er því komið frá hugbúnaðinum sem Annað veldi framleiddi um aldamótin.