Þetta er stór útgáfa og með möguleikann á því að tengja Curio Time við Curio App fyrir farsíma og Curio Kiosk í spjaldtölvur ásamt því að hafa tengimöguleika við ýmsar viðbætur.
NÝTT Í 6.0
Samantekt:
Búið er að bæta við möguleika á að leita eftir verkefnum í samantekt.
Einnig er hægt að leita eftir deild og dagssetningum.
Í samantekt er nú hægt að vista skrá fyrir DK með launaflokkum úr DK sem yfirskrift.
Hægt er að safna tímum veikinda í sér dálk skv. launaflokk DK í samantekt.
Stillingar:
Tímaskráning á veikindadögum vistað í sér dálk í tímaskýrslu. .
Hægt er að vista veikindadaga og tímafjölda pr. mánuði í sér dálk í tímaskýrslu og sér dálk þegar tímaskýrslur eru færðar yfir í DK eða önnur bókhaldsforrit.
Hægt er að vista veikindadaga og tímafjölda pr. mánuði í sér dálk í tímaskýrslu og sér dálk þegar tímaskýrslur eru færðar yfir í DK eða önnur bókhaldsforrit.
Hægt er að sameina td. næturvinnu og helgarvinnu við yfirvinnu dálkinn í tímaskýrslum. Þegar vista fyrir DK er síðan notað þá sameinast allir tímar í þessum reitum í einn dálk og vistast með sama heiti og er í DK. Ef þessir dálkar eru sameinaðir í stillingum - þá falla niður sömu dálkar i PDF tímaskýrslu starfsmanna.
Hægt er að sameina eftirfarandi dálka:
Yfirvinnu við næturvinnu og helgarvinnu ásamt rauðum dögum.
Sameina helgarvinnu við næturvinnu.
Sameina næturvinnu við rauða daga o.fl.
Sameina hvaða dálka sem er í samantektardálk tímaskýrslu.
PDF skrár breytast einnig sjálfkrafa samkvæmt sameininngu dálka.
* Innsetning starfsmanna með CSV skrá:
Nú geta notendur Curio Time sjálfir innsett starfsmenn sína inn í nýjar útgáfur Curio Time með Excel skrá. Þetta er gert til að auðvelda fyrritækjum að færa sig yfir í nýjar útgáfur og þarf þá ekki að stimpla hvern og einn starfsmann handvirkt þegar nýtt kerfi er tekið í notkun. Eldri skýrslur verða geymdar í eldri kerfum og glatast þá ekki tímaskýrslur eða gögn við uppfærslur.
( *hægt er að fá tímaskýrslur yfir í nýtt kerfi gegn hóflegu gjaldi)
Viskuorð / málshættir.
Við innstimplun starfsmanna þá birtast þeim viskuorð sem þeir geta hugleitt yfir daginn. Aðeins vel valin orð eru birt starfsmönnum, orð sem hvetja og uppörva starfsmenn bæði til vinnu og til dáða. Jákvæður húmor og jákvæð lífsviðhorf er dreift inn á milli viskuorða sem krydd og til skemmtunar.
Valdir höfundar: Albert Einstein, Warren Buffet, Bryan Tracy, Henry Ford, Napoleon Hill, Thomas Edison og Mark Twain o.fl. eru höfundar viskuorða Curio Time. Hægt er að haka við viskuorð til að virkja þau upp eða hafa slökkt á því. Allt eftir smekk hvers og eins. Viskuorðin eru á ensku.
Valdir höfundar: Albert Einstein, Warren Buffet, Bryan Tracy, Henry Ford, Napoleon Hill, Thomas Edison og Mark Twain o.fl. eru höfundar viskuorða Curio Time. Hægt er að haka við viskuorð til að virkja þau upp eða hafa slökkt á því. Allt eftir smekk hvers og eins. Viskuorðin eru á ensku.