Image
Vinsamlega fylltu betur inn í formið
Vinsamlega fylltu betur inn í formið
Vinsamlega fylltu betur inn í formið

Algengar spurningar:

Hvað er fjarvinnukerfi ?
Fjarvinna er að verða ein vinsælasta aðferðin til að reka fyrirtæki -vinnustaðurinn er kominn á netið. Árið 2010 þá byrjaði fyrir alvöru að verða til "Remote" eða "fjarvinnu" vinnustaðir og hafa mörg fyrirtæki á sl. 10 árum tekið upp að notast við "remote" aðferðina fyrir starfsmenn sína. Ávinningurinn er augljós, engin yfirbygging, minni kostnaður, frjáls vinnutími, frelsi og ánægja starfsmanna ásamt meiri framlegð til fyrirtækja. Ókosturinn hefur verið að það hefur verið erfitt að halda utan um vinnu og verkefni starfsmanna og ógrynni af forritum þarf að nota til að ná utan um reksturinn, mikið flækjustig og lítil yfirsýn yfirmanna.

Á Covid tímum þá hefur þetta rekstarform eða "Fjarvinna" orðið vinsælt en aðeins örfá hugbúnaðarfyrirtæki hafa náð að hanna gott forrit sem nær utan um slíkan rekstur.

Óskhyggja okkar, markmið og hugsjón forritara og hönnuða hjá UX design alveg frá árinu 2013 hefur verið að ná þessu markmiði og að lækka rekstrarkostnað fyrirtækja, fækka forritum og ná betri fullkomri yfirsýn yfir verkefnastöðu starfsmanna.

Okkur hefur tekist þetta að mörgu leiti en smíðin heldur áfram og bætist í hverjum mánuði við einingar í Curio forritin, forrit sem tengjast saman og létta rekstaraðilum lífið.